Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heilsar fólki á 90 ára afmælinu þann 15. apríl árið 2020. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar. Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á. Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á.
Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19