Messi skrópaði í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 07:31 Lionel Messi hafði ekki tíma fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Getty/Federico Peretti Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var gagnrýndur fyrir að láta ekki sjá sig þegar Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, ætlaði að sæma hann bandarísku forsetaorðunni. Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025 Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025
Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira