Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar 8. janúar 2025 06:00 Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum. Á þessu varð þó nokkur bragarbót nýlega, þegar blaðamaður Mogga, Skúli Halldórsson, skrifaði fréttaskýringu um ESB í blaðið. Var gott og gleðilegt, að loks væri þar fjallað um málið af fagmennsku og kunnáttu. Rétt farið með, og frá staðreyndum skýrt. Hefur „hinn ritstjórinn“ væntanlega stuðlað að eða gefið grænt ljós á þessa umfjöllun. Leyfir undirritaður sér að fjalla um og birta hluta þessarar fréttskýringar hér, en hún á erindi víðar en á Mogga: „Lítil ríki fá stór sæti við borðið • Ný framkvæmdastjórn ESB • Fulltrúi Eistlands stýrir utanríkismálum • Fulltrúi Litáens fer með varnarmál og stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins • Von der Leyen fær fimm ár til viðbótar“ Þannig var fyrirsögn/undirfyrirsögn fréttarskýringarinnar, en þar kemur það einmitt fram, sem máli skiptir fyrir okkur Íslendinga, ef við viljum verða fullgilt aðiladarríki, með áhrif, ekki bara hálfgilt og áhrifalaust, að litlu þjóðirnar fá einatt stór sæti við valdaborðið hjá ESB. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, einu litlu þjóðanna, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti hennar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Blaðamaður Mogga fjallar svo um um skipanir í helztu stöður ESB og helztu afstöðu og áherzlumál ríkjasambandnsins til næstu fimm ár með þessum hætti: „Skipanir í helstu stöður framkvæmdastjórnarinnar þykja vera til marks um forgangsröðunina næstu fimm árin. Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands (eitt smáríkjanna), verður nýr framkvæmdastjóri utanríkismála. Þá mun Andrius Kubilius, fyrrverandi forsætisráðherra Litáens (annað smáríkjanna), stýra varnarmálum og þar með átaki sambandsins um að endurvopnast hratt og vel. Bæði líta þau á rússnesk stjórnvöld sem óvin og hafa gagnrýnt þau mjög. Sjálf sagði von der Leyen í ávarpi sínu að það væri „eitthvað að“ þegar í Moskvu væri allt að níu prósentum af þjóðarframleiðslu varið til varnarmála, á meðan hlutfallið væri 1,9% í Evrópusambandinu. „Útgjöld okkar til varnarmála verða að aukast. Við þurfum innri markað fyrir varnir. Við þurfum að styðja við varnariðnað,“ sagði hún. Áður hefur hún bent á að sambandið þurfi að fjárfesta 500 milljarða evra á næsta áratug til að halda í við Rússland og Kína. Segja má að það sé enn brýnna nú, eftir að Trump hlaut endurkjör til forseta vestanhafs, þar sem óttast er að hann kunni að draga úr framlagi Bandaríkjanna til varnarmála í Evrópu og úr stuðningi við Úkraínu“. Um viðskiptastefnuna Viðskiptastefna sambandsins, sem heyra mun undir Maros Sefcovic frá Slóvakíu (enn eitt smáríkjanna ), gæti einnig orðið mikilvægari en áður í ljósi loforða Trumps um innleiðingu tolla á innfluttar vörur. Von der Leyen minntist ekki á Trump í ræðunni en sagði að Evrópa þyrfti að vinna upp forskot Bandaríkjanna í nýsköpun til að efnahagur sambandsins geti blómstrað. Stephane Sejourne frá Frakklandi á að stýra iðnaðarstefnu Evrópusambandsins, en framleiðsla innan ríkja þess stendur höllum fæti gagnvart samkeppni frá Kína auk þess sem mikill raforkukostnaður og dræmar fjárfestingar hafa haft áhrif til hins verra. Gera þarf fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu Sejourne, sem áður var utanríkisráðherra Frakklands, mun þurfa að starfa með Teresu Ribera frá Spáni, sem stýrir málaflokki samkeppnishæfni og orkuskipta. „Við þurfum bráðnauðsynlega meiri fjárfestingar í einkageiranum,“ sagði Von der Leyen enn fremur og bætti við að gera þyrfti fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu. Stjórnmálaskýrendur á meginlandinu segja að von der Leyen kunni að gegna enn stærra hlutverki við að móta framtíð álfunnar á sínu öðru kjörtímabili, í ljósi þess að staða ríkjandi stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi hefur veikst að undanförnu“ Þetta er hluti áhugaverðrar umfjöllunnar Skúla Halldórssonar um ESB í Mogga 28. nóvember sl. Hér er stöðu, áformum og áherzlum ríkjasambandsins næstu fimm árin vel lýst. Er eldhugur í framkvæmdastjórn ESB, eins og skynja má, og kemur enn skýrt fram, hversu stóru hlutverki litlu ríkin í sambandinu gegna, andstætt því, sem óheiðarlegir eða óupplýstir andstæðingar ESB halda fram. Hér má bæta því við, að Roberta Metsola frá smáríkinu Möltu, er forseti Evrópuþingsins í Strassborg. Smáríkin innan ESB hafa því ráðið fyrir og ráða í vaxandi mæli fyrir mörgum af lykilembættum og valdastöðum ríkjasambandsins. Gæti klár fulltrúi frá Íslandi komizt í þann hóp, ef við værum bara með; á leikvellinum, ekki á hliðarlínunni, eða, öllu heldur, á bekknum, í raun hangandi þar eins og illagerður hlutur án möguleika á að komast í leikinn. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum. Á þessu varð þó nokkur bragarbót nýlega, þegar blaðamaður Mogga, Skúli Halldórsson, skrifaði fréttaskýringu um ESB í blaðið. Var gott og gleðilegt, að loks væri þar fjallað um málið af fagmennsku og kunnáttu. Rétt farið með, og frá staðreyndum skýrt. Hefur „hinn ritstjórinn“ væntanlega stuðlað að eða gefið grænt ljós á þessa umfjöllun. Leyfir undirritaður sér að fjalla um og birta hluta þessarar fréttskýringar hér, en hún á erindi víðar en á Mogga: „Lítil ríki fá stór sæti við borðið • Ný framkvæmdastjórn ESB • Fulltrúi Eistlands stýrir utanríkismálum • Fulltrúi Litáens fer með varnarmál og stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins • Von der Leyen fær fimm ár til viðbótar“ Þannig var fyrirsögn/undirfyrirsögn fréttarskýringarinnar, en þar kemur það einmitt fram, sem máli skiptir fyrir okkur Íslendinga, ef við viljum verða fullgilt aðiladarríki, með áhrif, ekki bara hálfgilt og áhrifalaust, að litlu þjóðirnar fá einatt stór sæti við valdaborðið hjá ESB. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, einu litlu þjóðanna, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti hennar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Blaðamaður Mogga fjallar svo um um skipanir í helztu stöður ESB og helztu afstöðu og áherzlumál ríkjasambandnsins til næstu fimm ár með þessum hætti: „Skipanir í helstu stöður framkvæmdastjórnarinnar þykja vera til marks um forgangsröðunina næstu fimm árin. Kaja Kallas, fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands (eitt smáríkjanna), verður nýr framkvæmdastjóri utanríkismála. Þá mun Andrius Kubilius, fyrrverandi forsætisráðherra Litáens (annað smáríkjanna), stýra varnarmálum og þar með átaki sambandsins um að endurvopnast hratt og vel. Bæði líta þau á rússnesk stjórnvöld sem óvin og hafa gagnrýnt þau mjög. Sjálf sagði von der Leyen í ávarpi sínu að það væri „eitthvað að“ þegar í Moskvu væri allt að níu prósentum af þjóðarframleiðslu varið til varnarmála, á meðan hlutfallið væri 1,9% í Evrópusambandinu. „Útgjöld okkar til varnarmála verða að aukast. Við þurfum innri markað fyrir varnir. Við þurfum að styðja við varnariðnað,“ sagði hún. Áður hefur hún bent á að sambandið þurfi að fjárfesta 500 milljarða evra á næsta áratug til að halda í við Rússland og Kína. Segja má að það sé enn brýnna nú, eftir að Trump hlaut endurkjör til forseta vestanhafs, þar sem óttast er að hann kunni að draga úr framlagi Bandaríkjanna til varnarmála í Evrópu og úr stuðningi við Úkraínu“. Um viðskiptastefnuna Viðskiptastefna sambandsins, sem heyra mun undir Maros Sefcovic frá Slóvakíu (enn eitt smáríkjanna ), gæti einnig orðið mikilvægari en áður í ljósi loforða Trumps um innleiðingu tolla á innfluttar vörur. Von der Leyen minntist ekki á Trump í ræðunni en sagði að Evrópa þyrfti að vinna upp forskot Bandaríkjanna í nýsköpun til að efnahagur sambandsins geti blómstrað. Stephane Sejourne frá Frakklandi á að stýra iðnaðarstefnu Evrópusambandsins, en framleiðsla innan ríkja þess stendur höllum fæti gagnvart samkeppni frá Kína auk þess sem mikill raforkukostnaður og dræmar fjárfestingar hafa haft áhrif til hins verra. Gera þarf fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu Sejourne, sem áður var utanríkisráðherra Frakklands, mun þurfa að starfa með Teresu Ribera frá Spáni, sem stýrir málaflokki samkeppnishæfni og orkuskipta. „Við þurfum bráðnauðsynlega meiri fjárfestingar í einkageiranum,“ sagði Von der Leyen enn fremur og bætti við að gera þyrfti fyrirtækjum auðveldara að vaxa í Evrópu. Stjórnmálaskýrendur á meginlandinu segja að von der Leyen kunni að gegna enn stærra hlutverki við að móta framtíð álfunnar á sínu öðru kjörtímabili, í ljósi þess að staða ríkjandi stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi hefur veikst að undanförnu“ Þetta er hluti áhugaverðrar umfjöllunnar Skúla Halldórssonar um ESB í Mogga 28. nóvember sl. Hér er stöðu, áformum og áherzlum ríkjasambandsins næstu fimm árin vel lýst. Er eldhugur í framkvæmdastjórn ESB, eins og skynja má, og kemur enn skýrt fram, hversu stóru hlutverki litlu ríkin í sambandinu gegna, andstætt því, sem óheiðarlegir eða óupplýstir andstæðingar ESB halda fram. Hér má bæta því við, að Roberta Metsola frá smáríkinu Möltu, er forseti Evrópuþingsins í Strassborg. Smáríkin innan ESB hafa því ráðið fyrir og ráða í vaxandi mæli fyrir mörgum af lykilembættum og valdastöðum ríkjasambandsins. Gæti klár fulltrúi frá Íslandi komizt í þann hóp, ef við værum bara með; á leikvellinum, ekki á hliðarlínunni, eða, öllu heldur, á bekknum, í raun hangandi þar eins og illagerður hlutur án möguleika á að komast í leikinn. Höfundur er samfélagsrýnir.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar