Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 14:24 Björg EA á siglingu í Eyjafirði. Samherji Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið að senda séraðgerðasveitina á bíl norður eftir að tilkynning barst frá áhöfn íslensks fiskiskips um að það hefði fengið sprengju í veiðarfærin. Af myndum að dæma telja sérfræðingar Gæslunnar líkur á að hún sé svonefnd djúpsprengja, líklega frá síðari heimsstyrjöldinni. Vanalega sé farið með slíkar sprengjur aftur út á sjó þar sem þær eru sprengdar á ákveðnu dýpi. Ásgeir segir líklegast að sú verði raunin nú en það sé í höndum séraðgerðasveitarinnar að meta það þegar hún kemur norður. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að skipið hafi komið til hafnar í hádeginu. Sprengjan sé á bryggjunni. Í öryggisskyni hafi bryggjusvæðið verið rýmt. Stöðva þurfti starfsemi í frystihúsi ÚA vegna þess. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tundurdufl hafi komið í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Það hafi gerst í síðasta holi veiðiferðarinnar. Duflið sé illa farið og áhöfnin hafi talið að það væri gömul járntunna. Við nánari athugun hafi hluturinn reynst vera tundurdufl. Ákveðið hafi verið að rýma eitt hundrað metra radíus frá bryggjunni og vinnslu hætt í fiskvinnsluhúsi á meðan til að gæta fyllsta öryggis. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfæri. Brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið að senda séraðgerðasveitina á bíl norður eftir að tilkynning barst frá áhöfn íslensks fiskiskips um að það hefði fengið sprengju í veiðarfærin. Af myndum að dæma telja sérfræðingar Gæslunnar líkur á að hún sé svonefnd djúpsprengja, líklega frá síðari heimsstyrjöldinni. Vanalega sé farið með slíkar sprengjur aftur út á sjó þar sem þær eru sprengdar á ákveðnu dýpi. Ásgeir segir líklegast að sú verði raunin nú en það sé í höndum séraðgerðasveitarinnar að meta það þegar hún kemur norður. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að skipið hafi komið til hafnar í hádeginu. Sprengjan sé á bryggjunni. Í öryggisskyni hafi bryggjusvæðið verið rýmt. Stöðva þurfti starfsemi í frystihúsi ÚA vegna þess. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tundurdufl hafi komið í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Það hafi gerst í síðasta holi veiðiferðarinnar. Duflið sé illa farið og áhöfnin hafi talið að það væri gömul járntunna. Við nánari athugun hafi hluturinn reynst vera tundurdufl. Ákveðið hafi verið að rýma eitt hundrað metra radíus frá bryggjunni og vinnslu hætt í fiskvinnsluhúsi á meðan til að gæta fyllsta öryggis. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfæri. Brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira