Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 15:21 Egill Ólafsson í hlutverki Kristófers í kvikmyndinni Snerting. Lilja Jóns Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK. Þar kemur fram að Snerting hafi halað inn yfir hundrað milljónum króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund kvikmyndahúsagestir mættu í bíó til að sjá stórleik Egils Ólafssonar. Myndin er gerð eftir metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fram kemur í tilkynningu FRÍSK að myndin hafi hlotið frábæra dóma og sé á stuttlista Óskarsverðlaunahátíðarinnar yfir bestu myndirnar í flokki erlendra kvikmynda. Í öðru sæti er svo eins og áður segir ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem dró kvikmyndagesti að en þar mátti sjá tvær af vinsælustu ofurhetjum heims sameinast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin þénaði yfir 97 milljónir króna en yfir 50 þúsund manns fóru í kvikmyndahús til að sjá ofurhetjurnar tvær sameinast í baráttu sinni gegn illum öflum. Tvær aðrar íslenskar myndir á lista Í þriðja sæti listans var það svo teiknimyndin hugljúfa, Inside Out 2. Kvikmyndin sem kemur frá framleiðslufyrirtækinu Disney / Pixar þótti ekkert gefa fyrri myndinni eftir og fangaði hug og hjörtu kvikmyndagesta út um heim allan. Inside Out 2 þénaði yfir 85 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 55 þúsund manns í kvikmyndahúsum landsins. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar, komst í 10. sæti aðsóknarlistans með yfir 38 milljónir króna í tekjur en yfir 17 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Ljósvíkingum og í 11. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Fullt hús. Kvikmyndin í leikstjórn Sigurjóns Kjartansson þénaði tæpar 36 milljónir króna þar sem yfir 17 þúsund manns sáu myndina. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 217 milljónir króna samanborið við rúmar 285 milljónir króna árið 2023. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2024 Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði, FRÍSK. Þar kemur fram að Snerting hafi halað inn yfir hundrað milljónum króna í miðasölu en tæplega 45 þúsund kvikmyndahúsagestir mættu í bíó til að sjá stórleik Egils Ólafssonar. Myndin er gerð eftir metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fram kemur í tilkynningu FRÍSK að myndin hafi hlotið frábæra dóma og sé á stuttlista Óskarsverðlaunahátíðarinnar yfir bestu myndirnar í flokki erlendra kvikmynda. Í öðru sæti er svo eins og áður segir ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine sem dró kvikmyndagesti að en þar mátti sjá tvær af vinsælustu ofurhetjum heims sameinast á hvíta tjaldinu. Kvikmyndin þénaði yfir 97 milljónir króna en yfir 50 þúsund manns fóru í kvikmyndahús til að sjá ofurhetjurnar tvær sameinast í baráttu sinni gegn illum öflum. Tvær aðrar íslenskar myndir á lista Í þriðja sæti listans var það svo teiknimyndin hugljúfa, Inside Out 2. Kvikmyndin sem kemur frá framleiðslufyrirtækinu Disney / Pixar þótti ekkert gefa fyrri myndinni eftir og fangaði hug og hjörtu kvikmyndagesta út um heim allan. Inside Out 2 þénaði yfir 85 milljónir króna hérlendis ásamt því að taka á móti rúmlega 55 þúsund manns í kvikmyndahúsum landsins. Ásamt Snertingu rötuðu tvær aðrar íslenskar kvikmyndir i inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndir ársins en 12 íslensk verk voru sýnd í kvikmyndahúsum á árinu. Kvikmyndin Ljósvíkingar í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar, komst í 10. sæti aðsóknarlistans með yfir 38 milljónir króna í tekjur en yfir 17 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum. Rétt á eftir Ljósvíkingum og í 11. sæti aðsóknarlistans var kvikmyndin Fullt hús. Kvikmyndin í leikstjórn Sigurjóns Kjartansson þénaði tæpar 36 milljónir króna þar sem yfir 17 þúsund manns sáu myndina. Heildartekjur af íslenskum verkum á árinu voru rúmar 217 milljónir króna samanborið við rúmar 285 milljónir króna árið 2023.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2024 Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira