Lífið

Byggir snjó­hús en ætlar að verða dýra­læknir í fram­tíðinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Antoni Mána Mester leiðist sko ekki að byggja snjóhús.
Antoni Mána Mester leiðist sko ekki að byggja snjóhús. Vísir/Einar

Í Kópavogi stendur eitt glæsilegasta snjóhús landsins sem reist var af fjögurra ára strák. Hann vill alls ekki sofa í húsinu og er algjör reynslubolti þegar kemur að því að byggja hluti út snjó.

Anton Máni Mester er fjögurra ára og býr ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi. Þau komu heim til Íslands yfir hátíðarnar og nýtti Anton sér þau fríðindi sem fylgja því að vera hér yfir vetrartímann. Hann byggði þetta fallega snjóhús, en hvernig fer maður að því?

„Mamma var að setja snjóinn í og festir með hinum snjónum,“ segir Anton Máni en húsið sjálft og viðtal við Anton má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Glæsilegasta snjóhús landsins

Að smíða svona flott hús tekur sinn tíma.

„Ég byggði aðeins frá hádegi og alveg fram á kvöld,“ segir Anton.

Og varstu svolítið þreyttur eftir á?

„Já.“

Heldur þú að þú flytjir hingað inn?

„Neiiiii,“ segir Anton og flissar.

Anton er afar stoltur af húsinu sínu.Vísir/Einar

Ætlar þú að sofa inni?

„Nei!“

Ekki sofa inni í húsinu?

„Nei, það er of kalt.“

Það hægt að brasa ýmislegt í snjóhúsinu.Vísir/Einar

Anton er enginn nýgræðingur í snjónum.

„Einu sinni þá voru ég og pabbi að búa til risa snjókarl sem var stærri en systir mín og hann var líka stærri en ég,“ segir Anton. 

Ha, var hann stærri en þú?

„Já.“

Þá hefur hann verið risastór?

„Já, pabbi setti efsta hlutann upp því ég næ ekki.“

Snjóhúsið er afar fallegt.Vísir/Einar

En ætlar Anton að byggja snjóhús að atvinnu?

„Ég ætla að vera dýralæknir,“ segir Anton.

Ætlarðu að hjálpa öllum dýrunum sem eru lasin?

„Já.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.