Menning

Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Stefán Máni eiga þrjár mest seldu bækur ársins.
Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Stefán Máni eiga þrjár mest seldu bækur ársins. Vísir

Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.

Bækur annarra höfunda sem hafa náð þessum árangri frá árinu 2015 eru Snerting Ólafs Jóhanns Ólafssonar árið 2020, Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur árið 2021 og Reykjavík glæpasaga eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur árið 2022. Þá hafa söluhæstu bækur síðustu 10 ára allar verið glæpasögur fyrir utan skáldverkin Snertingu og Ferðalok.

„Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðardóttur er önnur mest selda bók þessa árs. Líkt og Arnaldur, þá hefur Yrsa alltaf átt eina af mest seldu bókum ársins síðustu tíu ár, einu sinni þá mest seldu, sex sinnum annað sætið, tvisvar sinnum þriðja sætið og einu sinni það fjórða. Ekki er annað hægt en að dást að natni og skáldagáfu þessara tveggja höfunda, sem lokkað hafa lesendur að bókum sínum áratugum saman.“

Bryndís segir að svarta fola síðustu jólabókavertíðar verði á endanum að teljast Stefán Máni sem hafi átt þriðju mest seldu bók ársins, Dauðinn einn var vitni. „Líkt og Arnaldur og Yrsa, þá hefur Stefán Máni einnig fært lesendum sínum nýja skáldsögu árlega nær alla þessa öld. Frá árinu 2015 hefur hann endað í 8.-16. sæti heildarlistans, að meðaltali í 11.-12. sæti. Þriðja sætið er því verulegt stökk fyrir Stefán og óskandi að þessi góði árangur færi honum einnig aukna sölu á verkum sínum til þýðinga erlendis.“

Enginn á Íslandi veit meira um bóksölu en Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, en áður en hún tók við starfi hjá útgefendum starfaði hún sem verslunarstjóri í bókabúð Eymundsson.Vísir/Vilhelm

Útkall, Geir H. Haarde og Orri óstöðvandi á toppnum

„Sé litið til annarra flokka þá var nýjasta bók Óttars Sveinssonar, Útkall í ofsabrimi, mest selda bókin í flokki fræðirita, handbóka og ævisagna og í fjórða sæti heildarlistans. Líkt og Arnaldur og Yrsa, þá hefur Óttar haft gott lag á því að senda frá sér metsölubækur áratugum saman eða allt frá árinu 1994. Sé litið til óskáldaðs efnis síðustu tíu ára þá hefur Óttar þrisvar átt aðra mest seldu bókina og sjö sinnum hreppt fyrsta sætið. Það var svo nýgræðingurinn Geir H. Haarde sem átti aðra mest seldu bókina í þessum flokki í ár og þar með einnig mest seldu ævisögu síðasta árs.“

Í flokki barna- og ungmennabóka hafi svo reynsluboltarnir einnig verið á flugi. Orri óstöðvandi – Heimsfrægur á Íslandi eftir kennarann, handboltamanninn og rithöfundinn Bjarna Fritzson með myndum eftir Þorvald Snæ Gunnarsson var mest selda barnabók ársins 2024 að sögn Bryndísar.

Bjarni Fritzson átti mest seldu barnabók ársins 2024.Vísir/Vilhelm

„Fyrsta bókin um Orra óstöðvandi kom út ári 2018 og endaði þá í þriðja sæti barnabókalistans. Síðan hefur Orri einfaldlega verið óstöðvandi, tvisvar sinnum hafnað í öðru sæti barnabóka og fjórum sinnum endað árið sem mest selda barnabókin. Þetta er frábær árangur hjá Bjarna sem auk þess hefur einnig gefið út bækur um Sölku og hóf í fyrra útgáfu léttlestrarbóka um sömu söguhetjur. Lára fer á fótboltamót eftir Birgittu Haukdal hafnaði í öðru sæti barnabóka en þess má geta að Birgitta átti þrjár af tuttugu mest seldu bókum síðasta árs úr öllum flokkum, líkt og hún afrekaði reyndar einnig árið 2023 og árið 2020.“


Mest seldu bækurnar ársins 2024

1.Ferðalok - Arnaldur Indriðason

2.Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir

3.Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni

4.Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson

5.Hulda - Ragnar Jónasson

6.Orri óstöðvandi : Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson

7.Ævisaga - Geir H. Haarde

8.Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir

9.Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir

10.Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal

11.Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason

12.Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal

13.Stella segir bless - Gunnar Helgason

14.Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson

15.Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers

16.Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson

17.Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson

18.Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni

19.Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal

20.Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson


Skáldverk

1.Ferðalok - Arnaldur Indriðason

2.Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir

3.Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni

4.Hulda - Ragnar Jónasson

5.Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir

6.Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir

7.Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason

8.Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson

9.Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir

10.Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir

11.Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir

12.Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal

13.Fóstur - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir

14.Sjö fermetrar með lás - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson

15.Jólabústaðurinn - Sarah Morgan, þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir

16.Gervigul - R.F. Kuang, þýð. Ingunn Snædal

17.Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir

18.Voðaverk í vesturbænum - Jónína Leósdóttir

19.Eyjabrúðkaup - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir

20. Kul - Sunna Dís Másdóttir


Fræðibækur, ævisögur og rit almenns efnis

1.Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson

2.Ævisaga - Geir H. Haarde

3.Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson

4.Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar

5.Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson

6.Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen

7.Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson

8.Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir

9.Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson

10.Fangar Breta - Sindri Freysson

11.ADHD í stuttu máli - Edward M.Hallowell, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir

12.Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson

13.ADHD fullorðinna - Bára Sif Ómarsdóttir

14.Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason

15.Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson

16. Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson

17. Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson

18. Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson

19. Fólk og flakk : Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna – Steingrímur J. Sigfússon

20. Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner


Barna- og ungmennabækur

1.Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson

2.Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal

3.Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal

4.Stella segir bless - Gunnar Helgason

5.Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers

6.Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson

7.Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni

8.Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal

9.Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson

10.Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson

11.Dagbók Kidda klaufa 18 : Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson

12.Risaeðlugengið 6 : Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer

13.Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson

14.Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir

15.Fóboltastjörnur - Ronaldo er frábær! - Simon Mugford, þýð. Guðni Kolbeinsson

16.Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Keith Chapman, þýð. Andri Karel Ásgeirsson

17.Sveindís Jane: Saga af stelpu í landsliði - Sveindís Jane Jónsdóttir og Sæmundur Norðfjörð

18.Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir

19.Skólaslit 3: Öskurdagur - Ævar Þór Benediktsson, myndir Ari H.G. Yates og Lea My Ib

20.Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.