Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 10:00 Kattaeigendur eru beðnir um að hafa strax samband við dýralækni verði þeir varir við einkenni í dýrunum sínum. Getty Kettlingur sem barst tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum til krufningar greindist með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Um er að ræða sama afbrigði og greinst hefur í villtum fuglum hér á landi og á einu alifuglabúi. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð. Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð.
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira