Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 12:53 Prófessor í heimskautarétti varar stjórnvöld við því að taka ummælum Trumps um Grænlands af léttúð. Getty/Johnstone Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19