Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2025 20:03 Það er eðlilegt að sakna ástvinanna sem haldnir eru aftur út eftir jólafrí. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu. „Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“ Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
„Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“
Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira