Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Þegar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann gæti útilokað að hann myndi grípa til efnahagslegra eða hernaðarlegra aðgerða til að taka yfir Grænland og Panamaskurðinn svaraði hann því neitandi. Hann þyrfti á Panama og Grænlandi að halda. Skömmu eftir að hann lét þessi ummæli falla flaug sonur hans, Donald Trump yngri, til Grænlands ásamt fylgdarliði. Hann var spurður hvers vegna hann væri á Grænlandi. „Við erum hér sem ferðamenn til að sjá landið. Þetta lítur ótrúlega út. Við höfum ætlað okkur að koma hingað í langan tíma.“ Þrátt fyrir að Trump yngri sagðist vera þarna til að skoða sig um hafa margir lesið eitthvað annað og meira út úr heimsókninni og tengt hana við ummæli Trumps eldri. Í gær hitti Trump yngri grænlenska stuðningsmenn Trumps en hinn verðandi forseti útskýrði í símtali að hann þyrfti á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. „Við munum koma vel fram við ykkur, þið vitið það. Fariði vel með ykkur,“ heyrðist Trump eldri segja í símtalinu við grænlenska stuðningsmenn. Svar Trumps um hernaðaðaraðgerðir hafa vakið hörð viðbrögð en utanríkisráðherra Frakklands sagðist ekki munu leyfa neina slíka tilburði. Forsætisráðherra Danmerkur segir mikilvægt að sýna Grænlendingum virðingu. Eins og Mute Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur þegar sagt þá er Grænland ekki til sölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var á flugvellinum á leið til Þýskalands á fund varnamálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna þegar fréttastofa náði tali af henni. „Mér var náttúrulega brugðið við að heyra svona yfirlýsingar frá verðandi forseta en á þessu stigi þá tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það sem hann var að segja öðruvísi en það að ég undirstrika orð Egede, forsætisráðherra Grænlands, um að Grænland er ekki til sölu og það er Grænlendinga sjálfra að ákveða um sína eigin framtíð.“ Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin verði samstíga. „Að sjálfsögðu erum við í sambandi út af þessu og höfum verið með ákveðin tengsl vegna þessara orða en ég tel ekki tímabært að tjá mig um þessi orð verðandi Bandaríkjaforseta en það er ljóst a það eru blikur á lofti í alþjóðamálum en við Íslendingar styðjum Grænlendinga.“ Grænland Danmörk Donald Trump NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Þegar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna var spurður hvort hann gæti útilokað að hann myndi grípa til efnahagslegra eða hernaðarlegra aðgerða til að taka yfir Grænland og Panamaskurðinn svaraði hann því neitandi. Hann þyrfti á Panama og Grænlandi að halda. Skömmu eftir að hann lét þessi ummæli falla flaug sonur hans, Donald Trump yngri, til Grænlands ásamt fylgdarliði. Hann var spurður hvers vegna hann væri á Grænlandi. „Við erum hér sem ferðamenn til að sjá landið. Þetta lítur ótrúlega út. Við höfum ætlað okkur að koma hingað í langan tíma.“ Þrátt fyrir að Trump yngri sagðist vera þarna til að skoða sig um hafa margir lesið eitthvað annað og meira út úr heimsókninni og tengt hana við ummæli Trumps eldri. Í gær hitti Trump yngri grænlenska stuðningsmenn Trumps en hinn verðandi forseti útskýrði í símtali að hann þyrfti á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. „Við munum koma vel fram við ykkur, þið vitið það. Fariði vel með ykkur,“ heyrðist Trump eldri segja í símtalinu við grænlenska stuðningsmenn. Svar Trumps um hernaðaðaraðgerðir hafa vakið hörð viðbrögð en utanríkisráðherra Frakklands sagðist ekki munu leyfa neina slíka tilburði. Forsætisráðherra Danmerkur segir mikilvægt að sýna Grænlendingum virðingu. Eins og Mute Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefur þegar sagt þá er Grænland ekki til sölu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var á flugvellinum á leið til Þýskalands á fund varnamálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna þegar fréttastofa náði tali af henni. „Mér var náttúrulega brugðið við að heyra svona yfirlýsingar frá verðandi forseta en á þessu stigi þá tel ég ekki rétt að tjá mig frekar um það sem hann var að segja öðruvísi en það að ég undirstrika orð Egede, forsætisráðherra Grænlands, um að Grænland er ekki til sölu og það er Grænlendinga sjálfra að ákveða um sína eigin framtíð.“ Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin verði samstíga. „Að sjálfsögðu erum við í sambandi út af þessu og höfum verið með ákveðin tengsl vegna þessara orða en ég tel ekki tímabært að tjá mig um þessi orð verðandi Bandaríkjaforseta en það er ljóst a það eru blikur á lofti í alþjóðamálum en við Íslendingar styðjum Grænlendinga.“
Grænland Danmörk Donald Trump NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34