Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 21:24 Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir, segir mikilvægt að vera á varðbergi þrátt fyrir að hverfandi líkur séu á því að fólk geti smitast af flensunni. Vísir/Einar Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra. Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Matvælastofnun hefur fjallað ítarlega um tilvik þar sem kettlingur drapst vegna fuglaflensu í lok desember. Þá er fólki ráðlagt að senda inn tilkynningar ef það sér dauða fugla sem hafa drepist án ástæðu. Fréttastofa ræddi við Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni Matvælastofnunar, um köttinn sem drapst, H5N5-afbrigði fuglaflensu og líkurnar á því að fólk geti smitast af flensunni. Horfa má á viðtal fréttastofu við eiganda kettlingsins sem drapst í spilaranum hér að neðan. Beint í kjölfarið á því má svo sjá viðtalið við yfirdýralækni Mast en það er eftir 2 mínútur og 50 sekúndur í klippunni. Hverfandi líkur á smiti en samt á varðbergi Er möguleiki á að smitast af þessu afbrigði fuglaflensu með því að umgangast veik dýr? „Við teljum hverfandi líkur á því vegna þess að það hafa, samkvæmt öllum okkar heimildum, engin tilfelli verið tilkynnt þar sem veiran hefur smitað frá spendýri eða fuglum yfir í fólk, af þessu afbrigði, það er að segja H5N5-afbrigðinu,“ segir Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast. Hvers vegna er fólk þá beðið um að koma núna í sýnatöku? „Við þurfum auðvitað að vera á tánum vegna þess að við höfum önnur afbrigði þar sem hefur komið í ljós að það hefur getað smitað yfir í bæði spendýr og fólk. Þó svo það hafi ekki komið neinar tilkynningar um þetta afbrigði þá verðum við að vera á varðbergi og taka allar varúðarráðstafanir sem við getum,“ segir Þóra. Líklega öll étið af sama dauða fugli Nú hefur læða drepist og kettlingarnir hennar, annar þeirra hefur verið greindur með þetta afbrigði. Hvernig þá ætlið þið að þau smit hafi orðið? „Við teljum langlíklegast að læðan hafi dregið inn dauðan fugl sem hafi þá mögulega annað hvort verið veikur eða dauður af fuglainflúensunni, af þessu afbrigði H5N5,“ segir Þóra. „Þeir eru orðnir það stálpaðir kettlingarnir að við teljum mest líklegt að þau hafi þá öll étið af þessum dauða fugl, bæði læðan og kettlingarnir. Það er vegna þess að þau eru að drepast eða veikjast á svipuðum eða sama tíma,“ segir Þóra.
Fuglar Kettir Dýraheilbrigði Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira