Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2025 08:03 Mál Gisele Pelicot hefur vakið athygli út um allan heim, ekki síst vegna þess að hún fór fram á að réttarhöldin færu fram fyrir opnum tjöldum. Getty/Sheila Gallerani Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. Isaac Steidl, 44 ára, verður yfirheyrður í París í tengslum við notkun glæpamanna á vefsíðu hans en yfir 23.000 brot hafa verið tengd við síðuna, meðal annars morð, nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Fórnarlömb tengd umræddum málum eru sögð um 480 talsins. Samkvæmt France Info gaf Steidl sig fram við lögreglu á þriðjudag eftir að óskað var eftir því að hann snéri aftur til Frakklands til að svara spurningum. Hann er sagður búsettur í Austur-Evrópu. Vefsíðunni, The Coco, var lokað af lögreglu í júní 2024 en hún komst í fréttirnar í tengslum við Pelicot-málið, þar sem Dominique Pelicot hafði notað spjall á síðunni til að leita manna til að nauðga konunni sinni, Gisele. Pelicot var dæmdur í 20 ára fangelsi í desember og 50 aðrir menn í þriggja til fimmtán ára fangelsi. The Coco hefur komið við sögu í öðrum sakamálum, meðal annars í tengslum við morðið á 22 ára manni sem var laminn til bana af hópi ungra manna nærri Dunkirk. Hafði hann mælt sér mót við einstakling sem hann taldi vera stúlku undir lögaldri. Steidl stofnaði síðuna árið 2003, með það í huga að um einhvers konar stefnumótasíðu yrði að ræða. Samkvæmt umfjöllun Guardian var hún hins vegar fljótlega tekin í notkun af fíkniefnasölum og barnaníðingum. Frakkland Mál Dominique Pelicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Isaac Steidl, 44 ára, verður yfirheyrður í París í tengslum við notkun glæpamanna á vefsíðu hans en yfir 23.000 brot hafa verið tengd við síðuna, meðal annars morð, nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Fórnarlömb tengd umræddum málum eru sögð um 480 talsins. Samkvæmt France Info gaf Steidl sig fram við lögreglu á þriðjudag eftir að óskað var eftir því að hann snéri aftur til Frakklands til að svara spurningum. Hann er sagður búsettur í Austur-Evrópu. Vefsíðunni, The Coco, var lokað af lögreglu í júní 2024 en hún komst í fréttirnar í tengslum við Pelicot-málið, þar sem Dominique Pelicot hafði notað spjall á síðunni til að leita manna til að nauðga konunni sinni, Gisele. Pelicot var dæmdur í 20 ára fangelsi í desember og 50 aðrir menn í þriggja til fimmtán ára fangelsi. The Coco hefur komið við sögu í öðrum sakamálum, meðal annars í tengslum við morðið á 22 ára manni sem var laminn til bana af hópi ungra manna nærri Dunkirk. Hafði hann mælt sér mót við einstakling sem hann taldi vera stúlku undir lögaldri. Steidl stofnaði síðuna árið 2003, með það í huga að um einhvers konar stefnumótasíðu yrði að ræða. Samkvæmt umfjöllun Guardian var hún hins vegar fljótlega tekin í notkun af fíkniefnasölum og barnaníðingum.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira