Tottenham náði í leiknum að halda hreinu í aðeins sjöunda sinn í vetur en hélt góðu gengi sínu í deildabikarnum áfram. Tottenham hefur þegar slegið grannliðin Manchester City og United úr keppni.
Staðan var markalaus fram á 86. mínútu leiksins þegar Bergvall kom boltanum fram hjá Alisson Becker í marki Liverpool til að tryggja Tottenham 1-0 sigur.
Tottenham fer því með eins marks forskot til Liverpool þar sem síðari undanúrslitaleikurinn fer fram 6. febrúar.
Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Arsenal eða Newcastle í úrslitaleik keppninnar. Newcastle leiðir 2-0 í undanúrslitum þeirra liða eftir sigur í fyrrakvöld.
Markið má sjá í spilaranum.