Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 11:08 F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014. Flugher Finnlands Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira