Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 17:55 Leikskólinn verður rekinn af Reykjavíkurborg. Róbert Reynisson Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að samþykkt hafi verið í borgarráði í dag að ganga til viðræðna við fasteignafélagið Laka fasteignir ehf. um byggingu leikskólans. Reykjavíkurborg auglýsti í október síðastliðnum eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. Fasteignafélagið Laki fasteignir ehf. festi nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7 með kaupum á félaginu Rafkletti ehf. en Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæðið undanfarin ár undir starfsemi Hins hússins. Rafklettur ehf. er jafnframt eigandi byggingarréttar upp á rúmlega 1000 fermetra við hliðina á Rafstöðvarvegi 7. Í innsendu erindi Laka fasteigna til borgarinnar lýsir félagið sig reiðubúið að byggja leikskóla á þessari lóð, sem geti verið tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun leigusamnings. Hitt húsið verður áfram á sínum stað. „Til að tryggja afhendingartíma leikskólans yrði notuð sama byggingaraðferð og notuð var við stækkun Hótels Akureyrar á síðasta ári. Þá var gert samkomulag við Qmodular í Póllandi og voru starfsmenn Laka ráðgjafar í ferlinu. Hótelið var byggt á fimm mánuðum með stálgrindarfyrirkomulagi, siglt með það til Akureyrar og reist þar á fimm dögum. Lokafrágangur tók síðan tvo mánuði eftir að byggingin var reist. Laki fasteignir er í lokahönnun á verkefni á Höfn í Hornafirði þar sem 70 herbergja hótelviðbygging verður gerð með sama hætti,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að samþykkt hafi verið í borgarráði í dag að ganga til viðræðna við fasteignafélagið Laka fasteignir ehf. um byggingu leikskólans. Reykjavíkurborg auglýsti í október síðastliðnum eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. Fasteignafélagið Laki fasteignir ehf. festi nýlega kaup á Rafstöðvarvegi 7 með kaupum á félaginu Rafkletti ehf. en Reykjavíkurborg hefur leigt húsnæðið undanfarin ár undir starfsemi Hins hússins. Rafklettur ehf. er jafnframt eigandi byggingarréttar upp á rúmlega 1000 fermetra við hliðina á Rafstöðvarvegi 7. Í innsendu erindi Laka fasteigna til borgarinnar lýsir félagið sig reiðubúið að byggja leikskóla á þessari lóð, sem geti verið tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun leigusamnings. Hitt húsið verður áfram á sínum stað. „Til að tryggja afhendingartíma leikskólans yrði notuð sama byggingaraðferð og notuð var við stækkun Hótels Akureyrar á síðasta ári. Þá var gert samkomulag við Qmodular í Póllandi og voru starfsmenn Laka ráðgjafar í ferlinu. Hótelið var byggt á fimm mánuðum með stálgrindarfyrirkomulagi, siglt með það til Akureyrar og reist þar á fimm dögum. Lokafrágangur tók síðan tvo mánuði eftir að byggingin var reist. Laki fasteignir er í lokahönnun á verkefni á Höfn í Hornafirði þar sem 70 herbergja hótelviðbygging verður gerð með sama hætti,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira