„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2025 15:00 Rósa Líf segir að ást sín á hestum hafi kveikt neistann í baráttu hennar fyrir dýravelferð. „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“ Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“ Heilsa Vegan Matur Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“
Heilsa Vegan Matur Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira