Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 18:12 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira