85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2025 20:04 Úlfar Sveinbjörnsson, 85 ára útskurðarmeistari á Selfossi með fugla, sem hann hefur tálgað og málað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum. Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira