Lífið

Dóttir Hólm­fríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hólmfríður og Jóhann hafa verið lengi saman og eiga nú þrjú börn.
Hólmfríður og Jóhann hafa verið lengi saman og eiga nú þrjú börn.

Dóttir lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur og fótboltamannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar hefur fengið nafnið Svala Jóhannsdóttir.

Svala er þriðja barn þeirra hjóna en þau greindu frá því að þau ættu von á barni í september síðastliðnum. Svala fæddist í síðustu viku. Fyrir eiga þau stúlku fædda árið 2016 og dreng fæddan 2020.

Jóhann er landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu. Jóhann og Hólmfríður fluttu í fyrra til Sádi Arabíu þar sem hann spilar núna fyrir Al Orobah í úrvalsdeild Sádí-Arabíu. Fyrir það höfðu þau búið í Bretlandi þar sem hann var leikmaður Burnley.

Jóhann og Hólmfríður hafa verið saman um árabil en giftu sig árið 2022 á hótelinu La Finca Resort á Suður Spáni.


Tengdar fréttir

Lið Jóhanns Berg kært til FIFA

Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir.

Jóhann lagði upp langþráð mark

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var mættur í slaginn með Al Orobah í Sádi-Arabíu í dag eftir landsleikina tvo í Þjóðadeildinni.

Brúðkaup ársins 2022

Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.