Nýja ferðaleiðin, sem kallast „Eldfjallaleið” er leið, sem Markaðsstofa Suðurlands og Markaðsstofa Reykjanes hafa verið að vinna að og var kynnt fyrir fulltrúum ferðaþjónustunnar nýlega í Hellisheiðarvirkjun. Hugmyndin gengur út á að endurskilgreina suðurströndina alveg frá Fagradalsfjalli að Öræfajökli þegar ferðaþjónusta er annars vegar.
„Og þar á leiðinni eru átta eldvirkni stöðvar eða eldfjöll, sem eru skilgreind, sem svæði og fókuspunktar og einn af þeim er til dæmis Hengilinn. Þetta er ekki hraðleið heldur er þetta hugsað til að þú ferðist hægt og þú nýtir forvitnis hugsunina og horfir svolítið vel í kringum þig þannig að það er verið að reyna að hvetja fólk til að hægja á sér, nýta nærumhverfið, horfa betur í kringum sig og taka lengri tíma að ferðast að Reykjanesinu alveg að höfn,” segir Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðarvirkjun.

Laufey segist skynja mikinn áhuga fyrir nýju leiðinni og hún er sannfærð um að hún eigi eftir að slá í gegnum hjá ferðamönnum.
„Alveg, sannarlega og það er mikill áhugi hjá erlendum ferðaþjónustuaðilum og svo líka hjá íslenskum, sem eru að vakna og koma á vagninn.”
„Eldfjallaleið”, er þetta hættuleg leið, þarf maður að vera skíthræddur?
„Alls ekki, þetta er bara fræðandi og skemmtilegt,” segir Laufey.