Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. janúar 2025 20:02 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað. Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað.
Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira