„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:09 Myndin af Sigurjóni er fengin með góðfúslegu leyfi RÚV. RÚV/Valgeir Bragason Vísir/Vilhelm Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka. Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Fjórir sem vitað er af ekki ákærðir Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Í dómnum má sjá samskipti Sigurjóns við mennina og af þeim má sjá að Sigurjón taldi sig ráða henni algjörlega og talar ítrekað um það að hún „hlýði.“ Guðný S. Bjarnadóttir, fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist bíða eftir útskýringum frá saksóknara. „Ég er harmi slegin yfir því að þetta mál skuli fara svona. Að þarna séu fjórir menn og sá fimmti sem ekki er vitað hver er sem þurfi ekki að mæta afleiðingum þess að hafa brotið á þessari konu,“ segir hún. Svipar til máls Gisele Pelicot „Maður veltir fyrir sér hvort það liggi einhver ástæða að baki eins og að ef þeir vildu ákæra þá alla í sitthvoru lagi að þá yrðu gögnin ekki nógu sterk. En við viljum auðvitað sækja þessa einstaklinga til saka. Mér finnst magnað að þeir skuli ekki fá ákæru á sig,“ segir Guðný. „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta,“ segir hún. Málið hefur vakið mikla athygli sérstaklega í ljósi frétta frá Frakklandi þar sem mál konunnar Gisele Pelicot hefur verið í algleymingi undanfarna mánuði. Í síðasta mánuði var maður hennar dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan svo tugir karlmanna gætu nauðgað henni. Fimmtíu manns hlutu dóm í málinu frá þremur upp í fimmtán ára fangelsi fyrir að nauðga Gisele fyrir tilstilli eiginmanns hennar.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54