Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 21:54 Hundurinn Mosi heldur uppi eigin síðu á Instagram. Aðsend Hundurinn Mosi fann heyrnartól sem týnst höfðu í göngutúr á Vatnsenda. Eigandi Mosa hafði gefist upp á leitinni, enda hægara sagt en gert að koma auga á hvít heyrnartól í snjónum, þegar Mosi gróf þau upp. Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun. Gæludýr Hundar Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram á einkareikningi Mosa sjálfs á Instagram sem eigandi hans, Nína Petersen, rekur. Hún segist hafa verið með Mosa í göngutúr í Heiðmörk þegar hún taldi glænýju heyrnartólin af gerðinni Airpods vera týnd og tröllum gefin. „Hann er yfirleitt alltaf að þefa uppi kúk, hann er með einstakan hæfileika í því. Það er gaman að þetta nýttist í eitthvað,“ segir Nína. Hafði fengið heyrnartólin í jólagjöf Hún segist hafa verið mjög súr þegar ekkert bólaði á þeim þrátt fyrir að hafa kembt svæðið í kringum göngustiginn enda hálfvonlaust að finna skjannahvíta græjuna sem hún var nýbúin að fá í jólagjöf á snævi þakinni jörðinni. Klippa: Hundurinn Mosi fann týnd heyrnartól í snjónum Hún dó þó ekki ráðalaus heldur tók til þess bragðs að leyfa Mosa, eins og hálfs árs gamals whippet-hunds, að þefa af annarri ómvölunni sem hún hafði í eyranu. „Eftir að hafa kembt svæðið var ég við það að gefast upp og halda aftur í átt að bílnum þegar ég sá að Mosi tók eitthvað hvítt upp úr snjónum og fleygði því í loftið,“ skrifar Nína á Instagram. Hlaut gómsæt fundarlaun „Þá byrjaði hann að hlaupa um með það og leika sér. Getið hvað það var? Heyrnartólin mín!“ skrifar hún. Hún segist vera mjög ánægð með Mosa sinn og að heppnin hafi verið með þeim í dag. Hún hafi vitað að whippet-hundar væru gáfaðir en Mosi hafi komið sér skemmtilega á óvart. Nína segir Mosa hafa verið hrósað nóg og að hún hafi gefið honum gómsæt fundarlaun.
Gæludýr Hundar Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira