Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar 12. janúar 2025 13:02 Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Garðabær Þjóðkirkjan Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun