„Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2025 07:01 Strákar úr 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn til styrktar félaga sínum. Vísir Styrktarleikur fór fram í Kórnum í gær til styrktar Tómasi Frey Guðjónssyni. Samherjar Tómasar í 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn og var öllu til tjaldað. Andri Már Eggertsson kíkti á stemmninguna í Kórnum. Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HK Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira