Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:12 Sigurjón var blóðugur á öxlinni. AÐSEND Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig. Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari með meiru, var í hjólatúr á Tenerife þegar hann hafnaði á bíl fyrir slysni. Hann deildi sögu sinni með Facebook-fylgjendunum sínum. „Heyriði ég lenti í slysi í dag sem var alfarið mér að kenna þar sem ég fór of hratt í beygju, ég missti stjórn á hjólinu við það að reyna að bremsa og ákvað að skalla bíl með öxlinni áður en ég kastaðist í vegkantinn sem tók vel á móti mér í þetta skiptið,“ skrifar Sigurjón á Facebook-síðu sinni. Hér má sjá hvar öxlin á Sigurjóni skall á bílnum.AÐSEND „Þetta er rosalegt þetta atvik en hvernig þetta endaði allt saman þá er nánast ekki nokkur skapaði hlutur að mér,“ segir Sigurjón sem hljómaði eldhress þegar fréttamaður bjallaði í hann. „Ég get gert allt, ég get lyft hendinni, ég get veifað henni, ég gæti þess vegna farið út að skokka. Eina ástæðan af hverju ég geri það ekki er út af saumunum, það færi sennilega að blæða,“ bætir hann við. Hann lýsir því í Facebook-pistli sínum hversu yfirvegaður hann var í aðstæðunum. „Ég er að alla jafna nokkuð rólegur og yfirvegaður að eðlisfari sem tengist inná langan tíma í vanlíðan í gegnum erfiðar aðstæður í áskorunum. En þótt ótrúlegt sé var ég með fullkomna stjórn á aðstæðum (eins og hægt var við þetta atvik),“ skrifar Sigurjón. Hann segist hafa sett viljandi öxlina fyrir sig. „Hausinn á mér fer hinu megin við rúðuna, hann slapp alveg. Þetta er bara öxlin sem fer inn í rúðuna, þess vegna blæðir svo mikið,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Hausinn fór hinu megin við og út fyrir þá er ég bara eins og nýr. Ef að hann beyglast mikið þá hefði ég getað jafnvel lamast.“ Sigurjón brosir á myndunum þrátt fyrir mikið blóð.AÐSEND „Eins og ég segi þetta er alveg lygilegt hvað þetta fór vel, sérstaklega þar sem ég gataði þessa rúðu og skaust út í kant og allt saman. Það er kannski líka, það er hart í manni. Maður er vanur náttúrulega að æfa mikið og þokkalega vöðvaður.“ Sigurjón hefur keppt í Ultra maraþonhlaupum og hefur ítrekað hlaupið tugi kílómetra. Sem dæmi hljóp hann 63 kílómetra í Kerlingarfjöllum Ultra og sigraði keppnina. Þá sigraði hann einnig Reykjavíkurmaraþonið árið 2023 en hann kláraði hlaupið á 02:38:21 klukkustundum. „Ég læt kíkja á þetta á morgun en þau sögðu það jafnvel sjálf læknarnir þegar ég kíkti til þeirra að þeir trúðu varla hvað ég væri góður. Ég spurði hvort þau vildu senda mig í myndatöku til að kanna brot en þau sögðu bara nei það er bara eiginlega ekkert að þér.“ Jafnvel læknarnir voru hissa á því hversu vel fór.AÐSEND Læknarnir hafi líkt skurðinum við að hafa aðeins skorið sig á putta. „Þú þarft bara að passa þig að það grói og svo heldur þú áfram með lífið,“ segir Sigurjón að læknarnir hafi sagt við sig.
Hjólreiðar Spánn Umferðaröryggi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira