Innlent

Óvenju­leg skjálfta­hrina í Bárðar­bungu

Atli Ísleifsson skrifar
Hrinan er í norðvestanverðri öskjunni þykir óvenjuleg. Myndin er úr safni.
Hrinan er í norðvestanverðri öskjunni þykir óvenjuleg. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að um fjörutíu skjálftar hafi mælst í hrinunni til þessa en hún er í norðvestanverðri öskjunni og þyki nokkuð óvenjuleg.

Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að hrinan sé öflug. „Ansi margir skjálftar, stærsti er um [4,4] stig að stærð.“ 

Böðvar segir að lítið sé hægt að lesa í stöðuna svona snemma. „Við höfum ekki séð neitt ennþá sem bendir til þess að þetta sé eitthvað annað og meira en öflug skjálftahrina,“ segir Böðvar en bætir við að hrinan sé nýhafin og að hún standi enn.

Vísindamenn munu funda um stöðuna nú í morgunsárið og náið er fylgst með gangi mála. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Skjálftar við Grjótár­vatn og Bárðar­bungu

Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×