Innlent

Á­fram­haldandi land­ris við Svarts­engi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Jarðskjálftavirkni á svæðinu er lítil.
Jarðskjálftavirkni á svæðinu er lítil. Vísir/Vilhelm

Áfram en landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Hættumat Veðurstofu Íslands er óbreytt. 

Haldi kvikusöfnunin áfram munu 12 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast undir Svartsengi um mánaðamót janúar og febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt líkindareikningi Veðurstofunnar aukast líkur á kvikuhlaupi og eldgosi í lok janúar eða byrjun febrúar. Líkönin sem unnið er með byggja á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma en litlar breytingar á innflæðinu geta haft áhrif á matið.

Jarðskjálftavirkni á svæðinu í kringum Svartsengi er áfram lítil.

Hættumat Veðurstofu Íslands helst óbreytt.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×