Innlent

Flug­vélin ekki flughæf vegna bilunar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.  Vísir/Vilhelm

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki verið flughæf síðan fyrir helgi vegna smávægilegrar bilunar í skjá á flugstjórnarklefanum. Stefnt er að því að viðgerð ljúki á morgun. 

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en Mbl.is greindi fyrst frá. 

Þrátt fyrir að bilunin sé smávægileg sé hún þess eðlis að ekku sé hægt að fljúga vélinni. 

Hann segir töf hafa orðið á varahlut sem vantaði til þess að hægt yrði að gera við flugvélina, en viðgerðin í sjálfu sér komi til með að taka stuttan tíma. Komi varahluturinn í hús á morgun verði hún að öllum líkindum orðin flughæf fyrir lok dags. 

Landhelgisgæslan hafi ekki fengið beiðni um flug með vélinni meðan á biluninni hefur staðið. Þegar hún verður flughæf á nýjan leik verði hægt að sinna bæði landhelgisgæsluflugi innan lögsögunnar og útköllum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×