Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 10:39 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefið að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Sjá einnig: Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Í nóvember 2023 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra Najeb í þriggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að brot hans, þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun, félli undir ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára, en það hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm Najeb í október á þessu ári og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Það var mat Landsréttar að umrætt brot hans væri nauðgun eftir allt saman. Landsrétti og héraðsdómi greindi á um hvort Najeb hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung. Najeb óskaði í kjölfarið eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Á meðal þess sem hann byggði þá ósk sína á var að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir þar sem úrlausn þess gæti haft verulega almenna þýðingu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefið að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Sjá einnig: Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Í nóvember 2023 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands eystra Najeb í þriggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að brot hans, þar sem hann var ákærður fyrir nauðgun, félli undir ákvæði hegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára, en það hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm Najeb í október á þessu ári og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Það var mat Landsréttar að umrætt brot hans væri nauðgun eftir allt saman. Landsrétti og héraðsdómi greindi á um hvort Najeb hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung. Najeb óskaði í kjölfarið eftir leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar. Á meðal þess sem hann byggði þá ósk sína á var að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir þar sem úrlausn þess gæti haft verulega almenna þýðingu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira