Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:44 Benedikta segir að þetta mál hafi reynst Seyðfirðingum afar þungt og erfitt og að það hafi orðið persónulegra þegar sjókvíaeldisfyrirtækið hóf að ráða fólk í vinnu á svæðinu. Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“ Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“
Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32
Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent