Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 18:44 Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að konur í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum hafi ekki vitað af manni sem kom inn í klefann til að gera við klósettrúllustand. Vísir/Egill Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“ Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“
Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira