Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Magnús Jochum Pálsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 15. janúar 2025 21:09 Brúin yfir Ferjukotssíki er fallin á innan við tveimur árum frá byggingu. Vísir/Elín Nýleg brú hrundi í vatnavöxtum á Vesturlandi. Að sögn Vegagerðar átti hún að standa mun lengur en íbúar á svæðinu höfðu gagnrýnt smíðina og segja málið algjört klúður. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín
Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira