Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 17:42 Landsréttur dæmdi í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira