Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 09:01 Eins og sjá má voru mörg laus sæti í Unity Arena í Bærum. epa/Beate Oma Dahle Afar tómlegt var um að lítast í stúkunni í Unity Arena í Bærum í Noregi þegar Svíar unnu Japani, 39-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta. Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira