Nýi samningurinn gildir til 2034 þegar Norðmaðurinn verður orðinn 34 ára. Núverandi samningur Haalands við City rennur út sumarið 2027.
Dear defenders 🖋️ pic.twitter.com/bra8MZEhq6
— Manchester City (@ManCity) January 17, 2025
Samkvæmt frétt The Athletic eru engin riftunarákvæði í nýja samningnum hans Haaland. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid en ku vera sáttur hjá City.
Haaland kom til City frá Borussia Dortmund 2022. Hann hefur skorað 111 mörk í 126 leikjum fyrir félagið og unnið allt sem hægt er að vinna með því, meðal annars Meistaradeild Evrópu 2023.
Hinn 24 ára Haaland hefur skorað 21 mark í 28 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. City hefur átt í vandræðum að undanförnu og er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tólf stigum á eftir toppliði Liverpool.