Kannast ekki við að vera látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 11:15 Jakob R. Möller kannast ekki við að vera látinn. Eða, það væri þá sérstakt að hann væri í síma að spjalla við blaðamann Vísis og búinn að geispa golunni. Slíkt gerist bara á miðilsfundum. vísir/vilhelm Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“ Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“
Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira