Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 11:41 Maðurinn hafði bensínbrúsa við höndina þegar hann hótaði að kveikja í fjölskyldu sinni. GEtty/Mint images Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur. Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira