Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 11:41 Maðurinn hafði bensínbrúsa við höndina þegar hann hótaði að kveikja í fjölskyldu sinni. GEtty/Mint images Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur. Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?