Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:36 Alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra lagði bandarískum lögregluyfirvöldum lið við leit að börnunum. Vísir/Egill Bandarísk börn sem talin voru í hættu fundust á Suðurnesjum í síðustu viku en þeirra hafði verið saknað síðan í október. Íslensk lögregluyfirvöld leiddu aðgerðir hér á landi en málið var unnið í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld. Ekki er talið að fjölskyldan hafi nokkur önnur tengsl við Ísland. Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia. Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia.
Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira