Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2025 12:32 Kristrún segir þing munu koma saman 4. febrúar, gangi allt eftir áætlun. Vísir/Vilhelm Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan. Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að fram að 4. febrúar verði undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga gefið rými til þess að vinna sína vinnu. Koma verði í ljós hvað komi út úr þeirri vinnu en vonast sé til þess að unnt verði að setja þing 4. febrúar. Kristrún segir það ekki sitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort líklegt sé að talið verði á ný. Nefndin þurfi að fara yfir ýmis gögn og hafi víðtækar heimildir. „Nú gefum við þessu bara tíma, þessi dagsetning á þingsetningu er sett með fyrirvara um að það verði búið að komast að niðurstöðu.“ Ekki gott fyrir lýðræðið Þá segir Kristrún það vera áhyggjuefni að einhver fjöldi atkvæða virðist hafa fallið milli skips og bryggju. „Það er óheppilegt og þetta er ekki gott fyrir lýðræðið í landinu, að fólk þurfi að hafa áhyggjur af því að þeirra atkvæði komist til skila. Auðvitað er það þannig að ef þú kýst utan kjörfundar berðu ábyrgð á því að koma atkvæðinu þínu til skila en fólk er samt að greiða atkvæði undir ákveðnum kringumstæðum, undir ákveðnu fyrirkomulagi, þar sem það ætti að skila sér. Landskjörstjórn hefur sagt að það þurfi að fara betur yfir og endurskoða fyrirkomulag utankjörfundar. Þetta er eitthvað sem ég tek undir og ég held að Alþingi ætti að beina því í réttan farveg. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli upp á framtíðinni.“ Viðtal við Kristrúnu má sjá að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11