Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2025 19:07 Skjáskot úr einu myndbandanna sem ganga á milli manna. Nútíminn Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira