Jónatan Ingi Jónsson skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu. Leikið var á Hlíðarenda.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Val. Undir lok síðasta tímabils gaf hann í skyn að hann gæti hætt í fótbolta en miðað við leikinn í dag verður að teljast líklegt að hann spili næsta sumar.
Á meðan Valur hefur unnið báða leiki sína í Reykjavíkurmótinu hefur Fram tapað báðum leikjum sínum.
Fram endaði síðasta tímabil illa og vann aðeins einn af síðustu tíu leikjum sínum í Bestu deildinni. Niðurstaðan varð 9. sæti.
Valur lenti hins vegar í 3. sæti og vann sér þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.