Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 11:09 Björgunarsveitarmenn ganga í hús í Neskaupstað. LANDSBJÖRG Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. „Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26. Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26.
Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira