Lífið

Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Sel­fossi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðni og Margrét festu kaup á eigninni í október árið 2021.
Guðni og Margrét festu kaup á eigninni í október árið 2021.

Hjónin, Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, og Margrét Hauksdóttir, hafa sett íbúð sína við Brúarstræti á Selfoss á sölu.

Hjónin festu kaup á eigninni í október árið 2021 og greiddu 51 milljónir fyrir. 

Heimili hjónanna er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun, listaverk og fagurfræði eru í aðalhlutverki.

Um er að ræða 78 fermetra íbúð á annarri hæð í Svansvottuðu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2021. Eignin er staðsett í nýja miðbænum. Ásett verð fyrir eignina er 67,9 milljónir.

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu rými og björtu rými með frönskum gluggum sem gefa eigninni mikinn karakter. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Á góflum er ljóst parket.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.