Markaðurinn verður opnaður á á neðri hæð Holtagarða við hlið Bakarameistarans fimmtudaginn 27. febrúar. Rýmið var nýtt fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Alþingiskosningunum í nóvember. Markaðurinn var um árabil í Perlunni, svo á Laugardalsvelli og færir sig nú bæði norðar og austar, í Holtagarða.
Opið verður alla daga frá tíu að morgni til átta að kvöldi til sunnudagsins 16. mars.
Útgefendur sem vilja koma bókum á markaðinn er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 5. febrúar á netfangið bryndis@fibut.is. Þá kemur fram í svari við fyrirspurn fylgjenda Bókamarkaðarins á Facebook að stefnt sé á markað á Akureyri í haust finnist hentugt húsnæði.
Að neðan má sjá frá opnun markaðarins í fyrra.