Handbolti

Allt jafnt hjá Svíum og Spán­verjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle

Svíþjóð og Spánn gerðu jafntefli í síðasta leik þjóðanna í F-riðli heimsmeistaramóts karla í handbolta. Jafnteflið þýðir að bæði lið taka þrjú stig með sér í milliriðil.

Leikurinn var líkt og leikur Íslands í kvöld bæði upp á toppsætið sem og hvaða lið færi með fleiri stig í milliriðil.

Á meðan Ísland vann Slóveníu í uppgjöri toppliða G-riðils þá gerðu Svíþjóð og Spánn jafntefli. Lokatölur 29-29 en Alex Dujshebaev jafnaði metin fyrir Spán þegar sex sekúndur voru til leiksloka.

Hinn sænski Albin Lagergren var markahæstur allra á vellinum með níu mörk. Hamus Wanne kom þar á eftir með sjö mörk líkt og Ferran Sole Sala hjá Spánverjum. Hann skoraði úr öllum sínum skotum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×