Varðstjóri hjá slökkviliði segir í samtali við fréttastofu að dælubíll hafi verið sendur á vettvang en fljótlega hafi komið í ljós að hefðbundnar aðferðir myndu ekki duga til að slökkva eldinn.
Því var gámurinn fluttur á athafnasvæði eiganda gámsins, í fylgd slökkviliðs, þar sem hann var opnaður, tæmdur og slökkt í pappírnum.
Í dagbók lögreglu segir að þarna hafi ungir krakkar kveikt í gámnum.