Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 13:32 Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum segir rannsóknir sýna að með því að bæta aðeins þúsund skrefum við sig daglega sé hægt að lækka dánartíðni um 15 prósent. Vísir/Hjalti Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa. Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira