„Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2025 14:41 Donald Trump hefur boðað það að aðeins karl- og kvenkyn sé viðurkennt af alríkinu og fólk skuli vera skráð það líffræðilega kyn sem það var við getnað. Getty/Roberto Machado Noa Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“ Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47
Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59